Hitaveituforstjóri gagnrýnir „reglubáknið“
- Búið væri kæra stjórnvöld fyrir of litla möskvastærð ef um væri að ræða sjávarútveg, segir Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja -
Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, segir erfitt að sætta sig við hið þéttriðna net laga og reglugerða sem gilda um umhverfismál, svo ekki sé minnst á geðþótta túlkun viðkomandi aðila á þessum lögum og reglugerðum. Júlíus segir að búið væri að kæra stjórnvöld fyrir of litla möskvastærð ef um væri að ræða sjávarútveg. Þetta kom fram í máli Júlíusar í ræðu sem hann flutti við formlega opnun Reykjanesvirkjunnar á föstudaginn.
Júlíus segir að erfiðleikarnir hafi byrjað strax við upphaf rannsókna á svæðinu árið 1997, vegna krafna frá „reglubákninu“, eins og hann kallar það. Hann segir afleiðingar þess að allt þurfi að teikna fyrirfram, áður en margvíslegra og nauðsynlegra upplýsinga sé aflað, að margvíslegar breytingar verði óhjákvæmlegar á hönnunar- og jafnvel byggingarstigi.
„Þær geta verið mis umfangsmiklar og HS hf lenti m.a. í því í miðju verki að fá úrskurð um að ákveðnar breytingar þyrftu að fara í formlegt mat á umhverfisáhrifum, sem var óframkvæmanlegt vegna óheyrilega langs tíma sem allur sá ferill tekur. Þá hafa menn einnig misst tölu á auglýsingum á breyttu deiliskipulagi o.fl,“ sagði Júlíus.
„Skipulagsstofnun og síðan umhverfisráðherra úrskurðuðu eftir kæru að sú framkvæmd að grafa kælisjávarlögn frá sjótökusvæðinu niður við sjó beint til orkuversins gæti haft svo alvarlegar afleiðingar fyrir landslagsheild svæðisins að ekki væri unnt að leyfa það án formlegs mats á umhverfisáhrifum. Þar sem slíkt mat tekur a.m.k. ár var það út úr myndinni og því varð að taka krók á lögnina suður fyrir gíg sem þarna er. Þessi ákvörðun hafði í för með sér yfir 100 m.kr. viðbótarkostnað þannig að ég bið ykkur að njóta vel þessarar 100 m.kr. landslagsheildar þegar þið eigið leið hér um svæðið í björtu,“ sagði Júlíus ennfremur í ræðu sinni.
Júlíus gat þess HS legð imikla áherslu á að virkjunin kæmi til með að mynda grunn nýs auðlindagarðs í anda orkuversins í Svartsengi, án tillits til allra laga og reglugerða. Fyrirtækið geri sér grein fyrir að virkjun sem þessi verði ekki byggð án þess að skilja eftir sig spor en lögð væri áhersla á að þau yrðu sem minnst, sem snyrtilegast gengið frá öllu og að möguleikar til þess sem kalla mætti mótvægisaðgerðir yrðu nýttar eftir því sem kostur yrði.
Mynd: Júlíus Jónsson í ræðustól við opnun Reykjanesvirkjunnar á föstudaginn. VF-mynd:elg
Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, segir erfitt að sætta sig við hið þéttriðna net laga og reglugerða sem gilda um umhverfismál, svo ekki sé minnst á geðþótta túlkun viðkomandi aðila á þessum lögum og reglugerðum. Júlíus segir að búið væri að kæra stjórnvöld fyrir of litla möskvastærð ef um væri að ræða sjávarútveg. Þetta kom fram í máli Júlíusar í ræðu sem hann flutti við formlega opnun Reykjanesvirkjunnar á föstudaginn.
Júlíus segir að erfiðleikarnir hafi byrjað strax við upphaf rannsókna á svæðinu árið 1997, vegna krafna frá „reglubákninu“, eins og hann kallar það. Hann segir afleiðingar þess að allt þurfi að teikna fyrirfram, áður en margvíslegra og nauðsynlegra upplýsinga sé aflað, að margvíslegar breytingar verði óhjákvæmlegar á hönnunar- og jafnvel byggingarstigi.
„Þær geta verið mis umfangsmiklar og HS hf lenti m.a. í því í miðju verki að fá úrskurð um að ákveðnar breytingar þyrftu að fara í formlegt mat á umhverfisáhrifum, sem var óframkvæmanlegt vegna óheyrilega langs tíma sem allur sá ferill tekur. Þá hafa menn einnig misst tölu á auglýsingum á breyttu deiliskipulagi o.fl,“ sagði Júlíus.
„Skipulagsstofnun og síðan umhverfisráðherra úrskurðuðu eftir kæru að sú framkvæmd að grafa kælisjávarlögn frá sjótökusvæðinu niður við sjó beint til orkuversins gæti haft svo alvarlegar afleiðingar fyrir landslagsheild svæðisins að ekki væri unnt að leyfa það án formlegs mats á umhverfisáhrifum. Þar sem slíkt mat tekur a.m.k. ár var það út úr myndinni og því varð að taka krók á lögnina suður fyrir gíg sem þarna er. Þessi ákvörðun hafði í för með sér yfir 100 m.kr. viðbótarkostnað þannig að ég bið ykkur að njóta vel þessarar 100 m.kr. landslagsheildar þegar þið eigið leið hér um svæðið í björtu,“ sagði Júlíus ennfremur í ræðu sinni.
Júlíus gat þess HS legð imikla áherslu á að virkjunin kæmi til með að mynda grunn nýs auðlindagarðs í anda orkuversins í Svartsengi, án tillits til allra laga og reglugerða. Fyrirtækið geri sér grein fyrir að virkjun sem þessi verði ekki byggð án þess að skilja eftir sig spor en lögð væri áhersla á að þau yrðu sem minnst, sem snyrtilegast gengið frá öllu og að möguleikar til þess sem kalla mætti mótvægisaðgerðir yrðu nýttar eftir því sem kostur yrði.
Mynd: Júlíus Jónsson í ræðustól við opnun Reykjanesvirkjunnar á föstudaginn. VF-mynd:elg