Hitaveitan skoðar húsnæðimál aðalskrifstofunnar
Unnið er að þarfagreiningu og húsrýmisáætlun fyrir aðalstöðvar Hitaveitu Suðurnesja og hefur Reykjanesbær boðið HS lóð á Fitjum þar sem steypustöðin var áður. Arkitektúr.is vinnur að þessu verkefni fyir HS og er vonast til að niðurstöður geti legið fyrir um áramótin, skv. því sem fram kemur í fréttabréfi Hitaveitunnar.
Hitaveitan hefur verið með aðalstöðvar á Brekkustíg síðan 1980. Upphaflega var neðri hæðin notuð sem vöruskemma og seinna meir var skrifstofuhúsnæðið byggt ofan á. Síðan þá hafa margvílegar breytingar og viðbætur farið fram á húsnæðinu til að laga það að starfseminni á hverjum tíma. Nú er hins vegar orðið fátt um möguleika í þeim efnum svo verður hjá því komist að taka húsnæðimálin til rækilegrar endurskoðunar.
Mynd: Á þessari teikningu sést fyrirhuguð staðsetning húsnæðisins á Fitjum.