Hitaveitan sækir um rannsóknaleyfi vegna álvers
Hitaveita Suðurnesja (HS) hefur sótt um rannsóknaleyfi á nokkrum jarðhitasvæðum vegna mögulegrar orkuöflunar til nýs álvers Norðuráls í Helguvík. Morgunblaðið greinir frá málinu í dag.
Að sögn Júlíusar Jónssonar, forstjóra HS, er þar aðallega um að ræða svæði við Krýsuvík. Umsóknin er í lögbundnu umsagnarferli og kvaðst Júlíus vonast eftir niðurstöðu með vorinu. Þá hefur Norðurál byrjað vinnu við umhverfismat og Reykjanesbær að undirbúa lóðamál vegna væntanlegs álvers. Að sögn Júlíusar hefur orkuþörf fyrirhugaðs álvers í Helguvík verið kynnt bæði Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjun, enda komi vart önnur fyrirtæki en þau til greina sem samstarfsaðilar HS við orkuöflun til væntanlegs álvers. Þá hefur verið gerð könnun á flutningsmöguleikum raforku til Helguvíkur með Landsneti.
Júlíus sagði að samkvæmt bjartsýnni áætlun megi gera ráð fyrir að álframleiðsla geti hafist að einhverju leyti í Helguvík á tímabilinu 2010-2011. Til að svo verði þurfi að taka ákvörðun um byggingu álvers ekki síðar en 2008 og hefja byggingu þess árið 2009.
Að sögn Júlíusar Jónssonar, forstjóra HS, er þar aðallega um að ræða svæði við Krýsuvík. Umsóknin er í lögbundnu umsagnarferli og kvaðst Júlíus vonast eftir niðurstöðu með vorinu. Þá hefur Norðurál byrjað vinnu við umhverfismat og Reykjanesbær að undirbúa lóðamál vegna væntanlegs álvers. Að sögn Júlíusar hefur orkuþörf fyrirhugaðs álvers í Helguvík verið kynnt bæði Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjun, enda komi vart önnur fyrirtæki en þau til greina sem samstarfsaðilar HS við orkuöflun til væntanlegs álvers. Þá hefur verið gerð könnun á flutningsmöguleikum raforku til Helguvíkur með Landsneti.
Júlíus sagði að samkvæmt bjartsýnni áætlun megi gera ráð fyrir að álframleiðsla geti hafist að einhverju leyti í Helguvík á tímabilinu 2010-2011. Til að svo verði þurfi að taka ákvörðun um byggingu álvers ekki síðar en 2008 og hefja byggingu þess árið 2009.