Hitaveitan í nýjar höfuðstöðvar á Fitjum eða í eina sæng með Reykjanesbæ?
Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur tekið vel í þá hugmynd Hitaveitu Suðurnesja hf. að nýjar höfuðstöðvar hitaveitunnar verði staðsettar á Fitjum á þeirri lóð þar sem Steypustöð Suðurnesja hafði áður aðsetur.
Bæjarráðið telur jafnframt áhugavert að skoða frekar hugmyndir um samstarf HS og Reykjanesbæjar um ráðhúsbyggingu.
Hefur bæjarráð Reykjanesbæjar falið Árna Sigfússyni bæjarstjóra að vinna að málinu og eiga viðræður við Júlíus Jónsson, forstjóra Hitaveitu Suðurnsja hf.
Hitaveitan hefur verið með aðalstöðvar á Brekkustíg síðan 1980. Upphaflega var neðri hæðin notuð sem vöruskemma og seinna meir var skrifstofuhúsnæðið byggt ofan á. Síðan þá hafa margvílegar breytingar og viðbætur farið fram á húsnæðinu til að laga það að starfseminni á hverjum tíma. Nú er hins vegar orðið fátt um möguleika í þeim efnum svo verður hjá því komist að taka húsnæðimálin til rækilegrar endurskoðunar.
Bæjarráðið telur jafnframt áhugavert að skoða frekar hugmyndir um samstarf HS og Reykjanesbæjar um ráðhúsbyggingu.
Hefur bæjarráð Reykjanesbæjar falið Árna Sigfússyni bæjarstjóra að vinna að málinu og eiga viðræður við Júlíus Jónsson, forstjóra Hitaveitu Suðurnsja hf.
Hitaveitan hefur verið með aðalstöðvar á Brekkustíg síðan 1980. Upphaflega var neðri hæðin notuð sem vöruskemma og seinna meir var skrifstofuhúsnæðið byggt ofan á. Síðan þá hafa margvílegar breytingar og viðbætur farið fram á húsnæðinu til að laga það að starfseminni á hverjum tíma. Nú er hins vegar orðið fátt um möguleika í þeim efnum svo verður hjá því komist að taka húsnæðimálin til rækilegrar endurskoðunar.