Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hitaveitan býður til veislu
Laugardagur 4. júní 2005 kl. 02:20

Hitaveitan býður til veislu

Hitaveita Suðurnesja býður til opins dags á starfsstöðvum sínum í dag og hefjast skipulögð skemmtiatriði klukkan 12 á hádegi.

Á Brekkustíg í Njarðvík leggur gönguferð eldri borgara af stað kl. 13 og kl. 14 koma félagar úr leikfélagi Keflavíkur og skemmta viðstöddum með leik og ýmiskonar sprelli.
Þá verður húsnæðið opið öllum og munir, myndir, tæki og tól til sýnis.

Klukkan 15 hefst kappakstur fjarstýrðra rafmagnsbíla, en kl. 16 er komið að kappakstri fjarstýrðra bensínbíla.

Ýmislegt fleira verður í boði, þar á meðal fá öll börn svala, blöðru og nammi.

Hitaveitan verður einnig með skipulagða dagskrá í Svartsengi, á Lagernum og á aðveitustöðinni að Fitjum, en frekari upplýsingar má finna í nýjasta tölublaði Víkurfrétta eða með því að ýta hér og velja svo bls. 17.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024