Hitaveita Suðurnesja selur Húsvíkingum raforku
Á stjórnarfundi Hitaveitur Suðurnesja þann 29. desember sl. var samþykkt að ganga til samninga við Orkuveitu Húsavíkur um sölu HS á raforku til OH. Samkvæmt þessum samningi kaupir OH a.m.k. 2,6 GWst á árinu 2005 og í honum eru ýmis ákvæði til að tryggja að samlegðaráhrif nýtist sem best.
Megin orkuöflun OH er frá eigin orkuveri sem er með aflgetu um 1,7 MW og framleiðir um 70% af orkuþörf Húsavíkur eða 12 – 14 GWst á ári. Samningurinn er til eins árs því báðir aðilar vilja hafa tækifæri til að skoða málin að nýju þegar meiri reynsla er komin á nýtt raforkulagaumhverfi.
Loftmynd/Oddgeir Karlsson
Megin orkuöflun OH er frá eigin orkuveri sem er með aflgetu um 1,7 MW og framleiðir um 70% af orkuþörf Húsavíkur eða 12 – 14 GWst á ári. Samningurinn er til eins árs því báðir aðilar vilja hafa tækifæri til að skoða málin að nýju þegar meiri reynsla er komin á nýtt raforkulagaumhverfi.
Loftmynd/Oddgeir Karlsson