Hitaveita Suðurnesja: Reykjanesbær getur eignast 2/3
Árni Sigfússon, bæjastjóri Reykjanesbæjar, segir að bærinn geti eignast 2/3 hluta í Hitaveitu Suðurnesja og þar með breytt samþykktum veitunnar. Þetta kemur fram á www.ruv.is. Árni segir að ef í hart fari geti Reykjanesbær náð sínu fram og tryggt að Geysis Green Energy eignist hlut í HS. Reykjanesbær eigi stærsta hlutinn í veitunni og þar með stærstan skerf af kökunni þegar forkaupsréttur sé nýttur.
Reyni Hafnfirðingar og Grindvíkingar að koma í veg fyrir að Geysir Green eignist hlut í veitunni muni Reykjanesbær nýta allan forkaupsrétt sinn og eignast þar með 2/3 hluta í veitunni. Eignist bærinn svo stóran hlut geti hann breytt samþykktum veitunnar, afnumið forkaupsrétt og selt Geysi Green hlut í veitunni án afskipta Hafnfirðinga og Grindvíkinga. Hann segist þó vona að til þess þurfi ekki að koma.
Grindavík og Hafnarfjörður nýttu forkaupsrétt sinn til að selja Orkuveitu Reykjavíkur hlut sinn en ekki Geysi Green.
Reyni Hafnfirðingar og Grindvíkingar að koma í veg fyrir að Geysir Green eignist hlut í veitunni muni Reykjanesbær nýta allan forkaupsrétt sinn og eignast þar með 2/3 hluta í veitunni. Eignist bærinn svo stóran hlut geti hann breytt samþykktum veitunnar, afnumið forkaupsrétt og selt Geysi Green hlut í veitunni án afskipta Hafnfirðinga og Grindvíkinga. Hann segist þó vona að til þess þurfi ekki að koma.
Grindavík og Hafnarfjörður nýttu forkaupsrétt sinn til að selja Orkuveitu Reykjavíkur hlut sinn en ekki Geysi Green.