Hitaveita Suðurnesja og Bæjarveitur í Vestmannaeyjum sameinast
Sameining Hitaveitu Suðurnesja (HS) og Bæjarveitna í Vestmannaeyjum (BV) verður með þeim hætti að HS kaupir BV og borgar Vestmannaeyjarbæ með 7% af hlutafé HS sem gerir 511 milljónir króna.
Samningur um sameininguna var kynntur fyrir hluthöfum í HS á mánudag en meirihluti stjórnar BV hafði áður samþykkt samaninginn, en hann verður takinn til endanlegrar afgreiðslu á sérstökum bæjarstjórnarfundi. Boðað hefur verið til hluthafafundar í HS þann 24. janúar og þá mun stjórn HS leggja fram tillögur að breytingum á samþykktum férlagsins svo að sameiningunni geti orðið, meirihluti stjórnar fyrirtækisins mælir með samþykkt þeirra. Fátt virðist því geta komið í veg fyrir sameininguna, og kemur hún til með að lækka raforkuverð í Vestmannaeyjum en ekki er vitað hversu mikil sú lækkun yrði. Einhver andstaða er innan stjórnar HS um sameininguna en þar munu minnihlutasjónamið ráða og því ekki líklegt að þau hafi áhrif á útkomuna.
Bæði fyrirtækin voru metin af ráðgjafafyrirtæki, bæði verðmæti og hlutföll þeirra, á grundvelli þessa mats er samningurinn gerður. Hlutafé HS verður aukið úr 6.800 milljónum í 7.311 milljónir og þessi aukning, 511 milljónir, er greiðsla Hitaveitu Suðurnesja til Bæjarveitna í Vestmannaeyjum.
Samningur um sameininguna var kynntur fyrir hluthöfum í HS á mánudag en meirihluti stjórnar BV hafði áður samþykkt samaninginn, en hann verður takinn til endanlegrar afgreiðslu á sérstökum bæjarstjórnarfundi. Boðað hefur verið til hluthafafundar í HS þann 24. janúar og þá mun stjórn HS leggja fram tillögur að breytingum á samþykktum férlagsins svo að sameiningunni geti orðið, meirihluti stjórnar fyrirtækisins mælir með samþykkt þeirra. Fátt virðist því geta komið í veg fyrir sameininguna, og kemur hún til með að lækka raforkuverð í Vestmannaeyjum en ekki er vitað hversu mikil sú lækkun yrði. Einhver andstaða er innan stjórnar HS um sameininguna en þar munu minnihlutasjónamið ráða og því ekki líklegt að þau hafi áhrif á útkomuna.
Bæði fyrirtækin voru metin af ráðgjafafyrirtæki, bæði verðmæti og hlutföll þeirra, á grundvelli þessa mats er samningurinn gerður. Hlutafé HS verður aukið úr 6.800 milljónum í 7.311 milljónir og þessi aukning, 511 milljónir, er greiðsla Hitaveitu Suðurnesja til Bæjarveitna í Vestmannaeyjum.