Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hitaveita Suðurnesja hf. býður viðskiptavinum rafræna þjónustu
Föstudagur 31. maí 2002 kl. 19:18

Hitaveita Suðurnesja hf. býður viðskiptavinum rafræna þjónustu

Hitaveita Suðurnesja hf. býður nú, fyrst allra veitufyrirtækja, upp á rafræn eyðublöð á Netinu. Húsbyggjendur, verktakar og aðrir viðskiptavinir Hitaveitu Suðurnesja hf geta nú sent inn umsóknir um heimlagnir hitaveitu-, vatnsveitu- og rafmagnstengingar sem og þjónustubeiðnir á Netinu í gegnum örugga miðlun Form.is. Frá þessu er greint á fréttavef Form.is.

Mynd: Júlíus Jónsson forstjóri Hitaveitu Suðurnesja hf. og Lísa Björg Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Form.is handsala samstarfssamning um rafræna þjónustu Hitaveitu Suðurnesja hf. Með þeim á myndinni er Arnar Sigurjónsson.Júlíus Jónsson sagði í tilefni samningsins: "Það er mikill hagur fyrir okkar viðskiptavini að geta sótt þjónustu til Hitaveitu Suðurnesja hvar og hvenær sem er í gegnum örugg rafræn eyðublöð á Netinu. Við viljum á þennan hátt færa okkur nær fólkinu í þeim sveitarfélögum sem við erum að þjónusta. Umsóknirnar verða tengdar beint inn í innri kerfi hjá okkur, en í því felst einnig ákveðið hagræði, þar sem villuleit og samræming verður mun betri. Nú þegar eru löggiltir rafverktakar farnir að nota þjónustu Form.is við skil til Löggildingarstofu og því aukið hagræði fyrir þá að geta einnig notað þjónustu Form.is gagnvart okkur" segir Júlíus Jónsson forstjóri Hitaveitu Suðurnesja að því er kemur fram í frétt frá Form.is.

Þjónustusvæði Hitaveitu Suðurnesja hf. nær yfir eftirtalin sveitarfélög:
Reykjanesbæ
Hafnarfjarðarbæ
Grindavíkurbæ
Sandgerði
Gerðahrepp
Vatnsleysustrandarhrepp
Vestmannaeyjar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024