Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 6. janúar 2000 kl. 13:41

HITAVEITA SUÐURNESJA GEFUR RÚMAR FJÓRAR MILLJÓNIR

Stjórn Hitaveitu Suðurnesja veitti stofnunum og björgunarsveitum á Suðurnesjum veglega styrki í síðustu viku vegna 25 ára afmælis fyrirtækisins. Styrkirnir voru afhentir í hús-næði hitaveitunnar í Njarðvík en samanlögð upphæð þeirra er 4.550.000 krónur. Peningarnir eru ætlaðir til tækjakaupa og almenns reksturs. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Dvalarheimili aldraðra á Suðurnesjum fengu hvor um sig eina milljón króna og Þroskahjálp Suðurnesja og Hæfingarstöðin Reykjanesbæ fengu 750 þúsund krónur. Björgunarsveitin Suðurnes fékk 300 króna styrk en aðrar björgunarsveitir og slysavarnadeildir á svæðinu fengu 150 þúsund krónur. Formenn og forstöðumenn viðkomandi félaga og stofnana veittu styrkjunum viðtöku og þökkuðu stuðninginn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024