Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hitaveita Suðurnesja bakhjarl Björgunarsveitarinnar Suðurnesja
Fimmtudagur 21. júní 2007 kl. 10:01

Hitaveita Suðurnesja bakhjarl Björgunarsveitarinnar Suðurnesja

Björgunarsveitin Suðurnes og Hitaveita Suðurnesja hf skrifuðu í gær undir samkomulag þar sem HS gerist bakhjarl BS til 3ja ára.

Markmið samkomulagsins er að efla björgunarsveitarinnar með árlegum fjárstyrk frá HS og að auka samstarf aðila.

Björgunarsveitin mun einnig aðstoða HS í þeim tilvikum sem upp geta komið vegna t.d. slæms veður sem og að veita HS þjónustu á hagstæðum kjörum vegna viðhalds merkinga gönguleiða á Suðurnesjum í samræmi við samkomulag sem HS skrifaði undir við Ferðamálasamtök Suðurnesja á síðasta ári.

Sigurður Baldur Magnússon skrifaði undir samkomulagið fyrir hönd björgunarsveitarinnar og Júlíus Jónsson, forstjóri, og Albert Albertsson, aðstoðarforstjóri, skrifuðu undir fyrir hönd Hitaveitunnar.

Af vef Hitaveitu Suðurnesja www.hs.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024