Hitaveita Suðurnesja bakhjarl Björgunarsveitarinnar Suðurnesja

Markmið samkomulagsins er að efla björgunarsveitarinnar með árlegum fjárstyrk frá HS og að auka samstarf aðila.
Björgunarsveitin mun einnig aðstoða HS í þeim tilvikum sem upp geta komið vegna t.d. slæms veður sem og að veita HS þjónustu á hagstæðum kjörum vegna viðhalds merkinga gönguleiða á Suðurnesjum í samræmi við samkomulag sem HS skrifaði undir við Ferðamálasamtök Suðurnesja á síðasta ári.
Sigurður Baldur Magnússon skrifaði undir samkomulagið fyrir hönd björgunarsveitarinnar og Júlíus Jónsson, forstjóri, og Albert Albertsson, aðstoðarforstjóri, skrifuðu undir fyrir hönd Hitaveitunnar.
Af vef Hitaveitu Suðurnesja www.hs.is