Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hitamet slegið á Suðurnesjum
Fimmtudagur 12. ágúst 2004 kl. 15:00

Hitamet slegið á Suðurnesjum

Samkvæmt Veðurstofu Íslands var 28 ára gamalt hitamet slegið í gær en það stóð í 22.4 gráðum. Hitinn náði 25 gráðum í gær og sló þar með út met sem sett var 10. júlí 1976. Þannig að Reykjanesið slæst nú í hóp þeirra sem slógu út hitamet sitt í gær en eins og greint hefur verið frá í fréttum var einnig hitamet slegið í Reykjavík.

Veðrið hefur svo sannarlega leikið við suðurnesjamenn en Reykjanesbær iðar af lífi þessa stundina. Fullt af fólki er samankomið í sundlauginni við Sunnubraut til að kæla sig niður ásamt því sem að veitingastaðir bjóða drykki og mat út á gangstétt.

VF-myndin: Það var sól og sumar í sundlauginni við Sunnubraut í dag. VF/Atli Már

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024