Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Hitamál út af fiskifýlu í Grindavík
  • Hitamál út af fiskifýlu í Grindavík
Fimmtudagur 9. október 2014 kl. 11:13

Hitamál út af fiskifýlu í Grindavík

-Eigandi eins stærsta fiskvinnslufyrirtækisins hótaði að hætta að styrkja íþróttahreyfinguna ef hann fengi ekki framlengt starfsleyfi. Fékk leyfið framlengt til fjögurra ára þrátt fyrir mótmæli Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Vandræðagangur í bæjarstjórn Grindavíkur út af málinu.

„Ef ég er að styrkja íþróttalífið í Grindavík og bæjarapparatið ætlar að setja fyrir okkur fótinn, þá er ekki hægt að styrkja íþróttastarfið. Það er bara verið að benda á að ef fyrirtækið lokar þá getur það ekki styrkt íþróttastarfið,“ segir Hermann T. Ólafsson, eigandi Stakkavíkur, eins stærsta fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækis í Grindavík en hann sendi í vor hótun í tölvupósti til bæjarfulltrúa Grindavíkur og forráðamanna Ungmennafélags Grindavíkur þess efnis að fái hann ekki starfsleyfi til fjögurra ára fyrir fyrirtækið Þurrkaðar fiskafurðir, sem hann á helmingshlut í, þá myndi fyrirtæki hans (Stakkavík) hætta stuðningi við íþróttastarf í bæjarfélaginu. Hermann og fyrirtæki hans hafa verið einn stærsti stuðningsaðili íþrótta í Grindavík um árabil.

Vandræðgangur var með afgreiðslu málsins í Bæjarstjórn Grindavíkur fyrir kosningarnar í vor og ekki samstaða um málið á þeim bæ. Svo fór að lokum að fulltrúi Grindavíkurlistans (G-listans) keyrði í gegn samþykkt á fundi Heilbrigðisnefndar Suðurnesja um að Þurrkaðar fiskafurðir fengju starfsleyfið til fjögurra ára, þrátt fyrir hávær mótmæli og þvert á vilja Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.
Kristín María Birgisdóttir, formaður bæjarráðs og fulltrúi G-lista, segir að ekki hafi verið samstaða um málið í bæjarstjórninni. „Við fórum hins vegar og kynntum okkur málið mjög vel áður en tekin var ákvörðun um þetta í heilbrigðisnefndinni. Við kynntum okkur hvernig búnaðurinn virkaði, heimsóttum fyrirtækið og ræddum við sérfræðinga hjá Matís. Við vissum líka að það að vera með ársleyfi setur fyrirtæki í erfiða stöðu þegar þau eru að fjárfesta og byggja upp.“

„Bærinn hefur hagsmuni af því að fyrirtæki styðji við íþróttastarf í bænum, þá á bærinn að styðja vel við bakið á okkur líka, en ekki brjóta okkur niður,“ segir Hermann og líkir málinu við hryðjuverk.
„Svona starfsemi á ekki heima inni í þéttbýli. Það eru tvær fiskþurrkanir í Garðinum og þar eru eilífar kvartanir og vandamál í kringum þetta. Fólk einfaldlega kærir sig ekki um þessa lykt inni hjá sér. Við viljum að þessi fyrirtæki færi sig fjarri mannabyggð. Úti á Reykjanesi er kjörinn staður fyrir svona fyrirtæki,“ sagði Magnús Guðjónsson hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. Ítarleg umfjöllun um þetta hitamál í Víkurfréttum í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024