Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hitablásari kveikti eld
Þriðjudagur 24. febrúar 2009 kl. 09:21

Hitablásari kveikti eld

Slökkviliðið í Grindavík var kallað út um klukkan 7:30 síðastliðinn sunnudagsmorgun vegna elds í einbýlishúsi í bænum. Íbúar hússins voru komnir út þegar slökkvilið bar að og engan sakaði. Eldur hafði kviknað út frá rafmagnshitablásara sem var verið að nota til að þurrka bækur. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og var húsið reykræst, segir á vef Grindavíkurbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024