Hinn látni var færeyskur sjómaður
Maðurinn sem fannst látinn í Grindavíkurhöfn í gærdag var Færeyingur og skipverji á Færeysku skipi sem liggur í Grindavíkurhöfn. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni í Keflavík var maðurinn að skemmta sér á bar í Grindavík á mánudagskvöldið. Svo virðist sem hann hafi fallið milli skips og bryggju á leið um borð í skipið, en mjög slæmt veður var á Suðurnesjum aðfararnótt þriðjudags. Rannsóknardeild Lögreglunnar í Keflavík heldur rannsókn málsins áfram.