Hinn grunaði laus undan farbanni
Pólskur karlmaður, sem lögregla grunar að hafi ekið bílnum sem ekið var á Kristinn Veigar Sigurðsson, á Vesturgötunni í byrjun desember, er laus undan farbanni. Litli drengurinn lést. Telur lögregla nánast sannað að hann hafi orðið fyrir bíl mannsins.
Í lok janúar framlengdi Hæstiréttur farbann yfir manninum. Í uppkvaðningu Hæstaréttar var vikið að því að farbann væri alvarleg frelsisskerðing og gera yrði strangar kröfur um líkindi á því að sá sem því sætti hefði framið refsivert brot. Einn dómari af þremur vildi þá ekki framlengja farbannið.
Rannsókn málsins er haldið áfram en lögregla hefur enn ekki aflað nægjanlegra gagna til þess að ákæra manninn. Hann er því laus úr farbanninu og getur, ef hann vill, farið úr landi.
Í lok janúar framlengdi Hæstiréttur farbann yfir manninum. Í uppkvaðningu Hæstaréttar var vikið að því að farbann væri alvarleg frelsisskerðing og gera yrði strangar kröfur um líkindi á því að sá sem því sætti hefði framið refsivert brot. Einn dómari af þremur vildi þá ekki framlengja farbannið.
Rannsókn málsins er haldið áfram en lögregla hefur enn ekki aflað nægjanlegra gagna til þess að ákæra manninn. Hann er því laus úr farbanninu og getur, ef hann vill, farið úr landi.