Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Himinn og haf á milli deiluaðila
Fimmtudagur 5. október 2006 kl. 16:15

Himinn og haf á milli deiluaðila

Staða samningaviðræðna Hitaveitu Suðurnesja og Bandaríkjastjórnar vegna uppsagnar Varnarliðsins á hitaveitusamningi  var kynnt á stjórnarfundi hitaveitunnar í gær. Ekki hefur enn fengist niðurstaða í það mál en samkvæmt frétt RUV í dag ber mikið  í milli og eru Bandaríkjamenn aðeins tilbúnir til að greiða brot af þeirri upphæð sem HS hefur farið fram á í eingreiðslu vegna uppsagnarinnar.

Heimildir fréttastofu Útvarps herma að himinn og haf sé á milli deiluaðila. Hitaveitan hefur krafist 60 miljón dollara í bætur frá Bandaríkjamönum, eða ríflega 4 miljarða íslenskra króna, og hefur kröfu sinni til stuðnings lagt fram gögn sem sýna fram á þær fjárfestingar sem fyrirtækið hafi þurft að fara út í til að standa við samninginn.
Bandaríkjamenn eru hins vegar aðeins tilbúnir til að greiða brot af þessari upphæð. Ef báðir aðilar sitja fastir við sinn keip er eina leiðin að fara með málið fyrir bandaríska dómstóla, sem er dýrt og óvíst um hvað náist út úr því, segir RUV.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024