Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hilma Hólm fékk 3 milljóna króna verðlaun Verðlaunasjóðs í læknisfræði og skyldum greinum
Föstudagur 6. maí 2011 kl. 09:42

Hilma Hólm fékk 3 milljóna króna verðlaun Verðlaunasjóðs í læknisfræði og skyldum greinum


Hilma Hólm læknir fékk verðlaun úr Verðlaunasjóði í læknisfræði og skyldum greinum sem afhent voru á ársfundi Landspítala í Salnum í Kópavogi 5. maí 2011.  Sjóðurinn var stofnaður af Árna Kristinssyni og Þórði Harðarsyni sem báðir áttu langan feril sem yfirlæknar og prófessorar við Landspítalann og Háskóla Íslands.  Þetta er í fimmta skipti sem verðlaun eru veitt úr sjóðnum.  Þau nema nú þremur milljónum króna og eru þar með einhver stærstu verðlaun sem veitast íslenskum vísindamönnum.   Að þessu sinni bárust 8 tilnefningar og var undantekingarlaust um mjög hæfa vísindamenn að ræða úr ýmsum sviðum líffræði, læknisfræði og öðrum greinum heilbrigðisvísinda.

Umsögn um verðlaunahafann:
Hilma Hólm lauk sérfræðinámi í lyflækningum og hjartalækningum við Baylor University í Houston og Emory University í Atlanta í Bandaríkjunum.  Eftir heimkomuna til Íslands árið 2008 réðst Hilma til starfa við Íslenska erfðagreiningu.  Þar hefur frami hennar verið undraskjótur.  Á mjög stuttum tíma lærði hún að takast á við sum flóknustu viðfangsefni erfðafræðinnar og tamdi sér strax vandaða vísindalega nálgun.  Hún er nú aðstoðarforstjóri klínískra rannsókna hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Uppgötvanir Hilmu og samstarfsmanna hennar hafa einkum snúist um erfðamynstur hjartasjúkdóma, ekki síst takttruflana og æðakölkunar.  Þrátt fyrir ungan aldur telst hún nú meðal fremstu vísindamanna heims á þessum sviðum. Því til sönnunar er ferilskrá Hilmu en þar eru taldar fram greinar sem birst hafa í virtustu vísindaritum, til dæmis má nefna fjórar greinar í Nature, auk birtinga í Lancet, Journal of the American College of Cardiology og European Heart Journal.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024