Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hillary í lónið – Bill til Reykjavíkur
Mánudagur 23. ágúst 2004 kl. 16:42

Hillary í lónið – Bill til Reykjavíkur

Hillary Clinton öldungadeildarþingmaður mun skella sér í Bláa lónið á morgun en eigimaður hennar, Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseti, mun á sama tíma eiga fundi með helstu ráðamönnum þjóðarinnar í Reykjavík.
Hillary verður hér ásamt nefnd bandarískra þingmanna undir forystu öldungadeildarþingmannsins Johns McCaine. Nefndin ætlar að kynna sér orkumál á Íslandi. Bill og Hillary Clinton munu vera hér á landi fram á kvöld á morgun, en skipulögð hefur verið sérstök dagskrá fyrir þau á meðan dvöl þeirra hér stendur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024