Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hillary hrifin af Bláa Lóninu
Þriðjudagur 24. ágúst 2004 kl. 12:55

Hillary hrifin af Bláa Lóninu

Hillary Clinton, öldungadeildarþingmaður og fyrrverandi forsetafrú, kom til landsins um 10 í morgun ásamt bandarísku þingnefndinni.

Sendinefndin mun eiga fundi með íslenskum ráðamönnum í dag, en Hillary mun halda af landi brott til Írlands ásamt eiginmanni sínum, Bill Clinton, síðdegis.

Fundirnir fara fram í salarkynnum Bláa Lónsins og brugðu margir í hópnum sér í stutt bað áður en viðræður hefjast. Þar mátti meðal annarra sjá John McCain, formann nefndarinnar, sem bauð sig fram gegn Bush forseta í baráttunni um sæti Repúblikana í forsetakosningunum árið 2000. Hann sést á meðfylgjandi mynd ásamt yngismeyju einni sem hefur greinilega kynnt sér töfra Bláa Lónsins.

Hillary ákvað að fara ekki í lónið en gekk um svæðið í fylgd góðra manna og lýsti yfir mikilli ánægju með ferðina og sagði Lónið vera yndislegan stað.

Samkvæmt Morgunblaðinu er nefndin hingað komin til að kynna sér ýmis mál eins og loftslagsbreytingar, vetnisorkustarf Íslendinga og ræða varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna.
VF-myndir/Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024