Hífing Guðrúnar Gísladóttur KE hófst í gær
Í gær var farið með flottank út að staðnum þar sem Guðrún Gísladóttir KE sökk á síðasta ári, að því er kemur fram á skip.is. Sökkva á tankinum áður en farið verður til að ná í annan flottank sem einnig verður sökkt við hlið skipsins. Síðan er hugmyndin að festa tankana við skipið, fylla þá af lofti og láta þá lyfta skipinu af hafsbotni.Þetta kemur fram í samtali Loftoposten við Ásgeir Loga Ásgeirsson sem stjórnar björgunaraðgerðum fyrir hönd eigenda skipsins. Ásgeir Logi segir að þetta sé í þriðja skipti sem farið er með tankinn út að staðnum þar sem Guðrún Gísladóttir KE liggur en vegna veðurs hefur alltaf orðið að fara með hann aftur í land. Allt er þá er þrennt er segir Ásgeir Logi en hann reiknar með að það taki átta til níu daga að lyfta skipinu.Fleiri fréttir á skip.is.






