Hífaður á fjórhjóli í bænum
Ökumaður, sem ók fjórhjóli um götur Keflavíkur um helgina, reyndist vera undir áhrifum áfengis þegar lögreglumenn á Suðurnesjum höfðu tal af honum. Hann viðurkenndi að hafa fengið sér áfengi fyrir aksturinn og var handtekinn og færður til sýnatöku á lögreglustöð.
Annar ökumaður, sem einnig ók um götur Keflavíkur vakti athygli lögreglu það sem aksturslag hans var afar undarlegt. Hann viðurkenndi einnig að hafa neytt áfengis fyrir aksturinn og var handtekinn og færður á lögreglustöð.
Loks voru tveir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um að þeir ækju undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra mældist að auki á 154 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90. km á klukkustund. Sýnatökur staðfestu að ökumennirnir höfðu báðir neytt kannabisefna.