Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Heyrnartækjaþjónusta í Reykjanesbæ
    Árni Hafstað sér um heyrnarmælingu á HSS.
  • Heyrnartækjaþjónusta í Reykjanesbæ
Þriðjudagur 27. júní 2017 kl. 14:24

Heyrnartækjaþjónusta í Reykjanesbæ

Heyrnartækni ehf. hefur nú bætt Reykjanesbæ í hóp þeirra staða á landsbyggðinni þar sem boðið verður upp á reglulega heyrnartækjaþjónustu. Árni Hafstað, heyrnarfræðingur mun sjá um heyrnarmælingar, ráðgjöf, sölu heyrnartækja og þjónustu við heyrnartækjanotendur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Heyrnartækni er fyrsta einkarekna heyrnartækjastöðin á Íslandi og hóf starfsemi í júní 2001. Fyrirtækið er til húsa í Glæsibæ í Reykjavík og frá árinu 2002 hefur Árni Hafstað sinnt þjónustu víða á landsbyggðinni í góðu samstarfi við heilsugæslustöðvar og heilbrigðisstofnanir. Í dag veitir Heyrnartækni þjónustu á rúmlega 20 stöðum á landsbyggðinni.

Anna Linda Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Heyrnartækni, segir að í gegnum tíðina hafi Heyrnartækni fengið fjölda fyrirspurna um möguleika á þjónustu á þessu svæði. „Margir eiga erfitt með sækja þjónustu til Reykjavíkur vegna ýmissa ástæðna og vonum við að íbúar á Suðurnesjum verði ánægðir með að þjónustan færist nú nær þeim”.

Tekið er á móti tímapöntunum í heyrnarmælingu, ráðgjöf eða stillingu á heyrnartækjum í síma 568-6880 eða hér.