Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Heyrðu þyrlu þjóta yfir Garðskaga til vesturs
Kort sem sýnir staðsetningu togarans og danska varðskipsins.
Þriðjudagur 17. janúar 2017 kl. 18:53

Heyrðu þyrlu þjóta yfir Garðskaga til vesturs

Íbúar í Garði urðu varir við hljóð frá þyrlu sem var flogið á miklum hraða vestur yfir Garðskaga nú áðan. Grænlenski togarinn Pol­ar Nanoq er vestur af Garðskaga en hann var í höfn í Hafnarfirði um helgina. Danska varðskipið Triton stefnir er aðeins austan við grænlenska togarann og stefnir í átt að honum.
 
Íbúi í Garði sem Víkurfréttir ræddu við sá ekki til þyrlunnar en heyrði hljóðin greinilega. Ekki er því hægt að segja til um hvort þyrlan sé frá Landhelgisgæslunni eða af danska varðskipinu.
 
Nú stendur yfir umfangsmikil leit að Birnu Brjánsdóttur, tvítugri stúlku sem hefur verið saknað síðan um helgina. Leitin hefur m.a. leitt lögreglu að Hafnarfjarðarhöfn þar sem togarinn var. Þá er rauður Kia Rio tengdur við áhöfn skipsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024