Hestar sluppu lifandi eftir að hestakerra valt
Hestakerra valt á Reykjanesbraut, rétt innan við Kúagerði fyrir stundu en kerran slitnaði aftan úr pallbifreið sem dró hana. Kerran virðist hafa farið af krók bifreiðarinnar með þeim afleiðingum að hún valt og rann eftir Reykjanesbrautinni. Að sögn sjónvarvotta að slysinu sem voru í bifreið á eftir pallbifreiðinni var mikil mildi að hestakerran hafi ekki farið yfir á öfugan vegarhelming því umferð var töluverð þegar slysið varð. Hestarnir sluppu ómeiddir úr veltunni, en voru að vonum mjög skelkaðir og hræddir þegar þeir voru losaðir úr hestakerrunni sem er mikið skemmd.
VF-ljósmyndir/Jóhannes Kr. Kristjánsson: Eins og sjá má á myndinni er mikil mildi að hestarnir hafi sloppið ómeiddir úr slysinu. Hestarnir voru við hestaheilsu þar sem þeir jöfnuðu sig við Reykjanesbrautina eftir slysið.