Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

  • Hestar og menn mótmæltu í Reykjanesbæ
  • Hestar og menn mótmæltu í Reykjanesbæ
Þriðjudagur 12. maí 2015 kl. 21:26

Hestar og menn mótmæltu í Reykjanesbæ

– kröfuganga frá Grófinni að ráðhúsi bæjarins

Hundruð manns efndu til táknrænna mótmæla í Reykjanesbæ síðdegis með kröfugöngu og hestareið og kröfðust þess að fá íbúakosningu um breytt deiliskipulag í Helguvík.

Fjöldi hestamanna á hrossum sínum fóru fyrir hópreið og kröfugöngu frá Grófinni og að ráðhúsi Reykjanesbæjar þar sem Friðjóni Einarssyni, formanni bæjarráðs, var afhent krafa göngunnar.

Flestir báru rykgrímur, sem eru táknrænar fyrir þá mengun sem íbúarnir óttast frá stóriðjuverum í Helguvík en þar er gert ráð fyrir að rísi bæði álver og tvö kísilver á næstu árum.

Myndirnar tók Hilmar Bragi í göngunni síðdegis.





















Uppfært: Í upphaflegri útgáfu þessarar féttar var talað um mótmælagöngu. Réttara er að tala um kröfugöngu, þó svo táknræn mótmæli hafi einnig verið í göngunni.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024