Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Hestar fangaðir með gulum plastborðum!
Þriðjudagur 17. ágúst 2004 kl. 11:33

Hestar fangaðir með gulum plastborðum!

Verkefni lögreglunnar eru fjölbreytt. Seint í gærkvöldi var nær allt tiltækt lögreglulið í Keflavík kallað að Heiðarholti, þar sem tvö hross gengu laus og voru að gæða sér á gómsætu grasi við fjölbýlishúsin í hverfinu. Lögreglukona kom böndum á hestana. Notast var við gula plastborða, sem aðallega eru notaðir þegar girða þarf af vettvang og loka fyrir almenningi. Hestunum var komið á ný í beitarhólf, sem þeir höfðu yfirgefið neðan við Grófina í Keflavík.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25