Hestaferðir og hellaskoðanir í Grindavík
Saltfisksetrið býður nú uppá hestaferðir um Grindavík en þetta er samstarfsverkefni milli Saltfiskseturs Íslands og Hestaleigunnar Víkhestar. Hestaferðirnar eru fjölbreyttar og farið m.a. um gamla bæinn og höfnina. Einnig er í boði fyrir yngri kynslóðina að hoppa um borð í hestakerru og fara útsýnisferð um Grindavík. Hægt er að panta fyrir hópa með því að hringja í Saltfisksetrið en þar er einnig að finna allar upplýsingar um ferðirnar. Einnig verður á boðstólnum í sumar að fara í spennandi hellaferðir um Reykjanesið þar sem boðið verður uppá tvær ferðir, sú fyrri er styttri og tekur u.þ.b. þrjár klukkustundir en sú seinni er tæplega fimm tíma löng. Kjartan Kristjánsson, ferðamálafulltrúi Grindavíkur, verður leiðsögumaður í framandi ferð um hella á Reykjanesinu en allar ferðirnar hefjast, líkt og hestaferðirnar, við Saltfisksetrið í Grindavík.
Allar upplýsingar um bæði hestaferðirnar og hellaskoðanir eru veittar í síma 420-1190 eða 660-7303. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á [email protected]
Allar upplýsingar um bæði hestaferðirnar og hellaskoðanir eru veittar í síma 420-1190 eða 660-7303. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á [email protected]