Hervörður við kirkjugarð Keflavíkur
Hervörður hefur verið í allan morgun við kirkjugarð Keflvíkinga við Garðveg. Ómerktum pallbíll frá Varnarliðinu er lagt á vegi sem liggur inn á þann hluta kirkjugarðsins sem er í uppbyggingu. Íbúa í Reykjanesbæ blöskraði þetta og setti sig í samband við lögregluna í Keflavík. Laganna verðir komu á vettvang í sömu mund og hermönnum fjölgaði á staðnum. Bifreið frá herlögreglunni á Keflavíkurflugvelli kom í kjölfar Keflavíkurlögreglunnar og út úr honum stigu tveir vopnaðir hermenn. Þeir gerðu m.a. athugasemdir við það að ljósmyndari Víkurfrétta væri að mynda á svæðinu, en þá stóð ljósymndarinn í vegarkanti Garðvegarins.
Hermennirnir gáfu þær skýringar á veru sinni í kirkjugarðinum að þeir væru að vakta bensínflutningaskip sem væri verið að afferma í Helguvíkurhöfn. Við athugun Víkurfrétta kom í ljós að hermenn vopnaðir stórum skotvopnum voru á víð og dreif eftir bjargbrúninni í Helguvík. Einn þeirra gaf sig á tal við ljósmyndara Víkurfrétta, sem framvísaði skírteini blaðamanna og fékk því að halda vinnu sinni áfram óáreittur.
Vaktin í kirkjugarðinum stendur ennþá en lögreglan í Keflavík ætlaði að kanna málið.
Aðilinn sem kallaði til lögregluna var síður en svo sáttur við þetta framferði Varnarliðsins og sagði Varnarliðsmenn hafa vísað kunningja hans á brott, þar sem bifreið hans var lagt í vegarkant á mótum Hafnavegar og afleggjara að aðalhliði Keflavíkurflugvallar á dögunum. Þá væri það móðgun að staðsetja hervörð við kirkjugarð bæjarins á sunnudegi, þegar margir eiga erindi í kirkjugarðinn til að huga að leiðum ástvina sinna.
Meðfylgjandi ljósmyndir tók Hilmar Bragi við kirkjugarðinn nú í hádeginu.
Hermennirnir gáfu þær skýringar á veru sinni í kirkjugarðinum að þeir væru að vakta bensínflutningaskip sem væri verið að afferma í Helguvíkurhöfn. Við athugun Víkurfrétta kom í ljós að hermenn vopnaðir stórum skotvopnum voru á víð og dreif eftir bjargbrúninni í Helguvík. Einn þeirra gaf sig á tal við ljósmyndara Víkurfrétta, sem framvísaði skírteini blaðamanna og fékk því að halda vinnu sinni áfram óáreittur.
Vaktin í kirkjugarðinum stendur ennþá en lögreglan í Keflavík ætlaði að kanna málið.
Aðilinn sem kallaði til lögregluna var síður en svo sáttur við þetta framferði Varnarliðsins og sagði Varnarliðsmenn hafa vísað kunningja hans á brott, þar sem bifreið hans var lagt í vegarkant á mótum Hafnavegar og afleggjara að aðalhliði Keflavíkurflugvallar á dögunum. Þá væri það móðgun að staðsetja hervörð við kirkjugarð bæjarins á sunnudegi, þegar margir eiga erindi í kirkjugarðinn til að huga að leiðum ástvina sinna.
Meðfylgjandi ljósmyndir tók Hilmar Bragi við kirkjugarðinn nú í hádeginu.