Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Herþotur aftur á Keflavíkurflugvelli
Laugardagur 28. júlí 2007 kl. 12:20

Herþotur aftur á Keflavíkurflugvelli

Kunnuglegur gnýrinn frá herþotum mun aftur láta í eyrum Suðurnesjamanna innan tíðar  en hann hvarf með Varnarliðinu.  Fastaráð NATO hefur samþykkt áætlun um reglubundið eftirlit með lofthelgi Íslands. Í Blaðinu í dag kemur fram að áætlunin feli í sér að herþotur frá NATO-ríkjunum muni hafa viðveru á Íslandi að minnsta kosti ársfjórðungslega.

Áætlunin var samþykkt á fimmtudag, í kjölfar þess að Geir Haarde forsætisráðherra benti á það á leiðtogafundi NATO í nóvember að Ísland væri eina aðildarríkið þar sem ekkert eftirlit væri í lofti. Í framhaldi verður leitað eftir framlögum aðildarríkjanna til eftirlitsins, en samkvæmt heimildum Blaðsins hafa nokkur ríki sýnt því áhuga að senda orrustuflugvélar til Íslands.

Viðkomandi ríki munu væntanlega standa straum af kostnaði við það að senda flugvélar til landsins, en Ísland mun greiða fyrir húsnæði og gistingu flugmanna á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, tæknilega aðstoð á flugvellinum og annað slíkt.

Af www.visir.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024