Herþota í vanda við Keflavík
Viðbragðsaðilar hafa verið kallaðir út vegna hættustigs á Keflavíkurflugvelli. F-15 herþota sem er í loftrýmisgæslu við Íslandsstrendur er í vanda. Einn maður er um borð og var vélin áætluð til lendingar á Keflavíkurflugvelli eftir fáeinar mínútur. Ekki er vitað hvað amar að en vélin er með um 5000 pund af eldsneyti um borð.