Herþota á flakki um byggðina á Ásbrú - myndir
Meðfylgjandi myndir voru teknar í dag af flutningi á orrustuþotu bandaríkjahers á hátíðarsvæði vegna opins dags á Ásbrú sem haldið verður á morgun. Orrustuþotan er af gerðinni F-4E „Phantom II“ og var komið fyrir á stalli framan við höfuðstöðvar bandaríska flughersins á Keflavíkurflugvelli veturinn 1993 sem minnisvarða um loftvarnastarfsemi varnarliðsins á árum kalda stríðsins. Þotur af þessari gerð voru starfræktar af af 57. orrustuflugsveitinni á Keflavíkurflugvelli á árunum 1973 - 1985 þegar nýrri og fullkomnari þotur af gerðinni F-15 tóku við hlutverki þeirra við loftvarnir á svæðinu umhverfis Ísland. . „Phantom“ þotur flugu til til móts við fleiri sovésku herflugvéla sem lögðu leið sína um loftvarnarsvæði landsins á dögum kalda stríðsins en orrustuþotur af nokkurri annarri gerð sem hér voru staðsettar.
Þótt þotan beri sömu einkenni og "Phantom" þotur þær sem áður voru starfræktar á Keflavíkurflugvelli var hún aldrei staðsett þar. Umsjá Þotunnar var falin Byggðasafni Reykjanesbæjar eftir brottför varnarliðsins árið 2006 og hefur verið í geymslu á Keflavíkurflugvelli. Fyrirhugða er að koma henni fyrir á safni um sögu Keflavíkurstöðvarinnar og umsvifa bandaríkjahers hér á landi sem unnið er að með forgöngu Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar.
(Fleiri myndir neðst í fréttinni og nánari upplýsingar um karnivalið - svo flettið áfram... )
Karnival í kvikmyndaverinu
Á tímum Varnarliðsins héldu íbúar árlegt KARNIVAL í fjáröflunarskyni. Íslendingar voru þá boðnir velkomnir í fjörið og gátu keypt amerískar vörur og tekið þátt í skemmtilegum karnivalleikjum.
Nú höldum við Ásbrú-ingar KARNIVAL með sama sniði og bjóðum alla velkomna til að skemmta sér og sínum.
Nánari upplýsingar á http://asbru.is/vidburdir/karnival-a-asbru/86/ En hér koma helstu upplýsingar:
Kvikmyndaverið Atlantic Studios
Karnival stemning og fjör fyrir alla fjölskylduna
Karnivalbásar með ýmsum skemmtilegum þrautum og fjöri, hryllilega skemmtilegt draugahús, hoppukastalar, frí andlitsmálun, Pollapönk, danssýningar frá Bryn Ballett, klappstýruatriði frá Fimleikadeild Keflavíkur, sölubásar með ýmsu góðgæti, fornbílaklúbbur sýnir ameríska kagga, Bifhjólasamtökin Ernir sýna hjólin sín ásamt risatrukkum Akstursíþróttafélags Suðurnesja. Þá verða lögreglu-, sjúkra- og slökkviliðsbílar til sýnis
Keilir
Sannkölluð skólastemning -endalausir möguleikar
Geimferðastofnun NASA kynnir verkefni sín og sýnir geimbúning
Klassart leikur ljúfa tóna milli kl. 14 og 15
Prófaðu að lenda flugvél í glæsilegum flughermi
ÍAK einkaþjálfarar veita góð ráð og bjóða upp á hreyfigreiningar
Keilir kynnir námsframboð í:
Flugakademíu
Tæknifræði
Íþróttaakademía
Háskólabrú
Róbótar, efnafræðitilraunir, ballettsýning og úrval skemmtilegra atburða
Kakó og köku í boði Skólamatar. Allir velkomnir að skoða húsakynni Keilis.
NASA -Geimferðastofnun Bandaríkjanna
Komdu og skoðaðu alvöru geimbúning.
Opið hús í Eldey
Opinn dagur á Ásbrú sumardaginn fyrsta
Líttu við!
Eldey þróunarsetur verður með opið hús á morgun, sumardaginn fyrsta, í tilefni opins dags á Ásbrú frá kl. 13 - 16:00.
þar verða frumkvöðlar með opnar vinnustofur og Carpe Diem býður ókeypis prufutíma í markþjálfun.
Í Eldey er boðið upp á vinnuaðstöðu og stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki en alls starfa 11 sprotafyrirtæki í þróunarsetrinu.
Þau eru: Mýr design - Íris Rós leirlist - AwareGo - Nehemia - Rakennuskemia - Dís hönnun - Relevant web traffic - Ekron flugvélamálun - Sápan - Ugla - Dröfn Hlíðar - Carpe Diem.
Sjón er sögu ríkari - starfsmenn Heklunnar verða á staðnum og svara spurningum, heitt á könnunni.