Hertar reglur varðandi handfarangur í Leifsstöð
Næstkomandi mánudag verða reglur um innihald og magn vökva sem farþegar mega hafa með sér í flug hertar. Reglurnar taka gildi innan Evrópubandalagsins og EFTA-ríkjanna (Íslands, Noregs, Liechtenstein og Sviss) á sama degi eða þann 6. nóvember.
Reglur þessar gilda um allt millilandaflug til og frá Íslandi og um öll flug innan Evrópusambandalagsins og EFTA ríkjanna. Innanlandsflug á Íslandi er undanþegið.
Þessar hertu reglur takmarka það sem farþegum er heimilt að bera með sér í handfarangri inn fyrir öryggishlið.
Gefin hefur verið út bæklingur um þessar reglur. Hægt er að nálgast hann hér á tölvutæku formi (pdf).
Gildandi reglur um flutning vökva í lestarfarangri í flugvélum haldast óbreyttar. Þess ber að geta að flugrekendur geta takmarkað stærð farangurs frekar.
Upplýsingabæklingar munu liggja frammi á Keflavíkurflugvelli og helstu ferðaskrifstofum.
Reglur sem takmarka stærð handfarangurs sem farþegar mega taka með sér í flug taka gildi 6. maí 2007.
Mynd: Hluti úr mynd af forsíðu bæklings flugmálayfirvalda.