Fimmtudagur 14. júlí 2005 kl. 21:04
Hert landamæraeftirlit vegna mótmæla
Ríkislögreglustjóri hefur hert landamæraeftirlit hér á landi vegna ótta við að fólk sem mótmælti við fund átta helstu iðnríkja heim komi hingað til að mótmæla virkjunarframkvæmdum, að því er fram kom í fréttum Sjónvarps. Á vefsíðu mótmælenda er fólk hvatt til að fara til Íslands til að mótmæla.