Herrakvöld Lionsklúbbs Sandgerðis
Hið árlega Herrakvöld Lionsklúbbs Sandgerðis verður haldið í Samkomuhúsinu Sandgerði, laugardaginn 15. apríl n.k. Húsið opnar kl.19:00 með vínkynningu. Í forrétt verður glæsilegt sjávarréttahlaðborð og logandi lambalæri í aðalrétt. Veislustjóri verður Ólafur Gunnlaugsson og ræðurmaður kvöldsins er hinn alræmdi Jón Borgarsson.Fjölbreytt skemmtiatriði verða á boðstólnum, m.a. Jóhannes Kristjánsson eftirherma og Guðmundur Hallvarðsson vísnasöngvari. Auk þess munu „súludansmeyjar“ sýna „listrænan“ dans. Þá verður happdrætti með stórglæsilegum vinningum, þ.á.m. utanlandsferð og málverkauppboð með myndum eftir Höllu Haraldsdóttur, Sigríði Rósinkarsdóttur og Þórunni Guðmundsdóttur.Miðaverð er aðeins kr. 3.500 og rennur allur ágóði kvöldsins til líknarmála. Miðpantanir taka Birgir 423-7710/893-7622, Stefán 423-7755/893-5693 og Pétur 423-7717/899-6317.Þar sem miðaframboð er takmarkað og útlit er fyrir mikla aðsókn, eru þeir sem nú þegar hafa pantað miða eða ætla sér að panta, beðnir að nálgast miðana föstudagskvöldið 14. apríl í Lionshúsinu (Efra-Sandgerði) milli kl. 20 og 22. Eftir það verður ekki hægt að tryggja viðkomandi miða.