Hernaðarlegt gildi varnarstöðvarinnar í Keflavík er ekkert!
Hernaðargildi varnarstöðvarinnar í Keflavík er ekkert. Henni ber að breyta í "volga stöð", herstöð þar sem nánast ekkert herlið er en sem hægt sé að nota verði þörf á. Þetta er ein af meginniðurstöðum bandarískrar nefndar sem fjallaði um breytingar á herstöðvum Bandaríkjanna erlendis og greint var frá á NFS í kvöld.
Skýrslan var tekin saman fyrir Bandaríkjaforseta og lögð fyrir hann og þingið. Átta megintillögur að breytingum á fyrirkomulagi varnarstöðva Bandaríkjanna erlendis eru kynntar í skýrslunni og aðeins tvær stöðvar nefndar á nafn: umdeild varnarstöð í Okinawa í Bandaríkjunum og Keflavíkurstöðin, þar sem lagt er til að varnarsamningurinn sé tekinn til endurskoðunar og uppfærður til að taka hliðsjón af ástandinu eftir lok kalda stríðsins. Skoða þurfi hvort og þá hversu mikil þörfin fyrir herlið á vegum sjó- og flughers Bandaríkjanna í Keflavík sé. Gildi herstöðvarinnar í hernaðaraðgerðum sé ekkert og hættan af Rússum engin, og því engin ástæða til að viðhalda stöðinni í núverandi mynd.
Í skýrslunni kemur einnig fram að samþykkt hafi verið að flugherinn taki við stöðinni af sjóhernum, eins og fram hefur komið í fréttum NFS, og jafnframt að stöðinni verði breytt í svokallaða FOS-stöð. FOS stendur fyrir Forward Operating Sites, en slíkar stöðvar eru "volgar stöðvar" eins og það er kallað þar sem er lítill sem enginn mannskapur á vegum hersins og lítill búnaður. Þar sé mannskapur sendur í stuttar tímabundnar ferðir en enginn hafi þar fast aðsetur. Stöðin verði miðstöð tvíhliða æfinga sem hægt verði að blása meira lífi í verði þess einhvern tíma þörf.
Tengill: www.visir.is
Skýrslan var tekin saman fyrir Bandaríkjaforseta og lögð fyrir hann og þingið. Átta megintillögur að breytingum á fyrirkomulagi varnarstöðva Bandaríkjanna erlendis eru kynntar í skýrslunni og aðeins tvær stöðvar nefndar á nafn: umdeild varnarstöð í Okinawa í Bandaríkjunum og Keflavíkurstöðin, þar sem lagt er til að varnarsamningurinn sé tekinn til endurskoðunar og uppfærður til að taka hliðsjón af ástandinu eftir lok kalda stríðsins. Skoða þurfi hvort og þá hversu mikil þörfin fyrir herlið á vegum sjó- og flughers Bandaríkjanna í Keflavík sé. Gildi herstöðvarinnar í hernaðaraðgerðum sé ekkert og hættan af Rússum engin, og því engin ástæða til að viðhalda stöðinni í núverandi mynd.
Í skýrslunni kemur einnig fram að samþykkt hafi verið að flugherinn taki við stöðinni af sjóhernum, eins og fram hefur komið í fréttum NFS, og jafnframt að stöðinni verði breytt í svokallaða FOS-stöð. FOS stendur fyrir Forward Operating Sites, en slíkar stöðvar eru "volgar stöðvar" eins og það er kallað þar sem er lítill sem enginn mannskapur á vegum hersins og lítill búnaður. Þar sé mannskapur sendur í stuttar tímabundnar ferðir en enginn hafi þar fast aðsetur. Stöðin verði miðstöð tvíhliða æfinga sem hægt verði að blása meira lífi í verði þess einhvern tíma þörf.
Tengill: www.visir.is