Herminjasafn á Suðurnesjum
Ekki er ólíklegt að herminjasafn rísi á Suðurnesjum en fyrir Alþingi liggur nú tillaga þess efnis.Fjórir þingmenn stjórnarflokkanna hafa tillögu til þingsályktunar um að ríkisstjórninni verði falið að eiga samstarf við sveitarfélögin á Suðurnesjum um undirbúning að stofnun og starfrækslu hermingjasafns.
Tillagan er komin til vegna ályktunar aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum í okt. sl. en í greinargerð þingmannanna fjögurra er einnig vitnað í greinargerð frá Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar en þar segir m.a.: Hægt væri að koma upp sérstöku hermingjasafni í Rockville þar sem allar byggingar eru nú þegar til staðar. Þetta safn yrði ekki eingöngu safn herminja heldur yrði það um leið stjórnmálasögusafn því fá mál hafa vakið heitari umræður á stjórnmálasviðinu en hersetan á þessari öld.
Flutningsmennirnir eru sammála því að hvergi sé eðlilegra að svona safn rísi en á Suðurnesjum vegna tengsla við varnarstöðina á Keflavíkurflugvelli.
Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Árni Ragnar Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi en meðflutningsmenn eru þeir Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknar á Reykjanesi, Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðismanna á Suðurlandi og Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðismanna á Suðurlandi.
Tillagan er komin til vegna ályktunar aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum í okt. sl. en í greinargerð þingmannanna fjögurra er einnig vitnað í greinargerð frá Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar en þar segir m.a.: Hægt væri að koma upp sérstöku hermingjasafni í Rockville þar sem allar byggingar eru nú þegar til staðar. Þetta safn yrði ekki eingöngu safn herminja heldur yrði það um leið stjórnmálasögusafn því fá mál hafa vakið heitari umræður á stjórnmálasviðinu en hersetan á þessari öld.
Flutningsmennirnir eru sammála því að hvergi sé eðlilegra að svona safn rísi en á Suðurnesjum vegna tengsla við varnarstöðina á Keflavíkurflugvelli.
Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Árni Ragnar Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi en meðflutningsmenn eru þeir Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknar á Reykjanesi, Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðismanna á Suðurlandi og Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðismanna á Suðurlandi.