Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 18. september 2003 kl. 08:49

Hermenn við stærðfræðikennslu í Grindavík

Bandarískir sjóliðar úr varnarliðinu annast þessa dagana nokkrar kennslustundir í stærðfræði í níunda bekk Grunnskólans í Grindavík.

Sjóliðarnir eru í ratsjárstöð varnarliðsins sem staðsett er rétt við Grindavík og er kennslan hluti af þjónustu sem bandaríski herinn veitir í herstöðvum sínum. Þar sem langt er í skólann á Keflavíkurflugvelli settu þeir sig í samband við skólann í Grindavík og fengu að sjá um nokkrar kennslustundir í stærðfræði fyrir níunda bekkinn.

Eiríkur Benediktsson, umsjónarkennari og stærðfræðikennari bekkjarins, kvaðst ánægður með heimsókina. "Ég held að það sé gott fyrir þá að kynnast okkur ekki síður en okkur að kynnast þeim. Krakkarnir hafa gaman af þessu en þetta eru alls fjórar kennslustundir í hvorum bekk," sagði Eiríkur í samtali við Morgunblaðið sem kom út í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024