Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hermenn í einkennisbúningum á vappi um Keflavík
Föstudagur 11. júlí 2008 kl. 17:16

Hermenn í einkennisbúningum á vappi um Keflavík

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hermenn í fullum herskrúða voru áberandi í miðbæ Keflavíkur í gærkvöldi. Fóru þeir um í hópum og þræddu ölstofur bæjarins. Skiptar skoðanir eru um það hvort það sé viðeigandi að hermenn séu í einkennisbúningum sínum, jafnvel undir áhrifum áfengis, úti á meðal almennings.

Þrátt fyrir að herstöð hafi verið á Miðnesheiði í áratugi, þá sóttu hermenn aldrei skemmtanalífið utan girðingar í einkennisbúningum. Heimamenn eru því ekki vanir að sjá einkennisklædda hermenn á gangi um stræti og torg.

Aðili sem Víkurfréttir ræddu við sagði þetta óviðeigandi og benti á að það þætti ekki gott til afspurnar ef t.a.m. lögreglumenn eða aðrir einkennisklæddir þræddu ölstofur og stunduðu drykkju á frítíma sínum í einkennisbúningum. Annar aðili benti hins vegar á að sjálfsagt hefðu þessir menn ekki hversdagslegan fatnað með á ferðum sínum yfir hafið. Þeir settu lit á mannlífið og eflaust væru þeir að skila gjaldeyri í kassann. Hermennirnir sem voru á ferðinni í miðbæ Keflavíkur í gærkvöldi voru með sænskar merkingar saumaðar í einkennisfatnað sinn.



Meðfylgjandi myndir voru teknar við Hafnargötuna í Keflavík í gærkvöldi.