Herlögreglan veitti Víkurfréttaljósmyndara eftirför
Það er nokkuð ljóst að ennþá er líf í herstöðinni á Keflavíkurflugvelli og þar skjálfa menn að ótta við það sem er utan girðingar. Að því komst ljósmyndari Víkurfrétta nú á tólfta tímanum þegar herlögreglan fór að fylgjast með störfum ljósmyndarans. Það endaði með því að herlögreglumaður elti ljósmyndara Víkurfrétta á bíl í Grænás.
Ljósmyndari Víkurfrétta var að vinna í verkefni fyrir Fréttablaðið og að mynda viðfangsefni við þjóðveginn sem liggur út í Hafnir og að gamla aðalhliði Keflavíkurflugvallar, sem hefur verið lokað um nokkurt skeið.
Eftir að myndatökunni fyrir Fréttablaðið var lokið átti ljósmyndarinn gott samtal á vettvangi. Þegar það átti sér stað er greinilegt að herlögreglan hefur verið farin að ókyrrast því fljótlega birtist herlögreglubíll innan við girðinguna og augljóst að fylgst var með ljósmyndara Víkurfrétta, sem að sjálfsögðu tók nokkrar myndir máli sínu til stuðnings.
Í þann mund sem upphaflegt viðfangsefni ljósmyndarans ók á brott kom önnur bifreið frá Varnarliðinu og staðnæmdist fyrir aftan bifreið ljósmyndara Víkurfrétta. Engin kom þó út úr bifreiðinni þannig að ljósmyndarinn hélt för sinni áfram. Það vakti hins vegar athygli að bifreið Varnarliðsins veitti ljósmyndara Víkurfrétta eftirför þar til leiðir skildu í Grænási í Njarðvík.
Ljósmyndari Víkurfrétta telur að herlögreglumönnum sé farið að leiðast í svo gott sem mannlausri herstöðinni og nýti því hvert tækifærið til að eltast við ljósmyndara Víkurfrétta sem virðast ógna þeim með myndavélina að vopni.
Ljósmyndari Víkurfrétta var að vinna í verkefni fyrir Fréttablaðið og að mynda viðfangsefni við þjóðveginn sem liggur út í Hafnir og að gamla aðalhliði Keflavíkurflugvallar, sem hefur verið lokað um nokkurt skeið.
Eftir að myndatökunni fyrir Fréttablaðið var lokið átti ljósmyndarinn gott samtal á vettvangi. Þegar það átti sér stað er greinilegt að herlögreglan hefur verið farin að ókyrrast því fljótlega birtist herlögreglubíll innan við girðinguna og augljóst að fylgst var með ljósmyndara Víkurfrétta, sem að sjálfsögðu tók nokkrar myndir máli sínu til stuðnings.
Í þann mund sem upphaflegt viðfangsefni ljósmyndarans ók á brott kom önnur bifreið frá Varnarliðinu og staðnæmdist fyrir aftan bifreið ljósmyndara Víkurfrétta. Engin kom þó út úr bifreiðinni þannig að ljósmyndarinn hélt för sinni áfram. Það vakti hins vegar athygli að bifreið Varnarliðsins veitti ljósmyndara Víkurfrétta eftirför þar til leiðir skildu í Grænási í Njarðvík.
Ljósmyndari Víkurfrétta telur að herlögreglumönnum sé farið að leiðast í svo gott sem mannlausri herstöðinni og nýti því hvert tækifærið til að eltast við ljósmyndara Víkurfrétta sem virðast ógna þeim með myndavélina að vopni.