Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Herför til Írak: Keflavík úr leið!
Föstudagur 18. október 2002 kl. 11:59

Herför til Írak: Keflavík úr leið!

Í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær sagði Davíð Oddsson, forsætisráðherra og starfandi utanríkisráðherra að ekki þyrfti að velkjast í vafa um það að aðstaða yrði veitt á Keflavíkurflugvelli ef ráðist yrði á Írak í umboði Sameinuðu Þjóðanna. Í samtali við Víkurfréttir sagði Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Varnarliðsins að Keflvíkurflugöllur yrði hugsanlega notaður fyrir millilendingar:„Það sem forsætisráðherra hefur væntanlega átt við og er í samræmi við fyrri yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda lítur að samþykki fyrir millilendingu flugvéla sem hugsanlega tengdust slíkum aðgerðum. Reyndin er þó sú að Ísland hefur verið úr leið fyrir slíka loftflutninga t.d. í Persaflóastríðinu og aðgerðum á Balkanskaga. Varðandi það hvort tækjabúnaður eða liðsmenn varnarliðsins tækju þátt í slíkri herför er ekkert hægt að fullyrða en það myndu þeir ekki gera sem liðsmenn Varnarliðsins á Íslandi. Ef kæmi til slíks yrði það með þeim hætti að þeir yrðu lánaðir öðrum deildum Bandaríkjahers til þeirra starfa ef á þyrfti að halda. Kæmi til átaka má fastlega búast við að viðbúnaðarstig Bandaríkjahers annarsstaðar í heiminum yrði aukið í öryggisskyni og þá einnig hér á landi,“ sagði Friðþór í samtali við Víkurfréttir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024