Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Héraðsnefnd Suðurnesja formlega lögð niður
Þriðjudagur 6. janúar 2015 kl. 07:14

Héraðsnefnd Suðurnesja formlega lögð niður

– eignarréttindi innan lögsögumarka gangi til Grindavíkurbæjar.

Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur lagt til að Héraðsnefnd Suðurnesja verði formlega lögð niður, en nefndin hefur ekki haft lögformlegt hlutverk um árabil. Stjórn SSS leggur til að sambandinu verði falið að taka yfir hlutverk Héraðsnefndarinnar.

Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar frestaði nýverið afgreiðslu málsins þar til álit lögmanna um það hvaða eignir eða jarðréttindi eru hjá Héraðsnefnd Suðurnesja. Bæjarstjórn Grindavíkur fjallaði á dögunum um álit Ólafs Björnssonar hrl. sem unnið var fyrir stjórn SSS, um að eignarréttindi Héraðsnefndar Suðurnesja liggi í beitarrétti að jörðinni Krýsuvík og önnur hefðbundin afréttarnot. Megi það einkum ráða af dómi Hæstaréttar í máli 40/1999. Að mati Ólafs eru önnur hlunnindi og réttindi jarðarinnar í eigu annarra.

Grindavíkurbær samþykkti samhljóða á síðasta fundi sínum tillögu stjórnar SSS um að Héraðsnefnd Suðurnesja verði lögð niður, en leggur ríka áherslu á að við slitin gæti stjórnin að því að öll eignarréttindi nefndarinnar verði varin. Grindavíkurbær hefur hingað til gætt hagsmuna héraðsnefndarinnar í Krýsuvík. Að mati Grindavíkurbæjar er eðlilegt að eignarréttindi héraðsnefndarinnar innan lögsögumarka Grindavíkurbæjar gangi til Grindavíkurbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024