Hera Ósk sviðsstjóri velferðarsviðs
Hera Ósk Einarsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjanesbæjar.
Hera er með BA gráðu í félagsfræði og starfsréttindi sem félagsráðgjafi auk þess að hafa lokið þriggja anna námi í opinberri stjórnsýslu frá Endurmenntun Háskóla Íslands. Hera starfaði um árabil sem sviðsstjóri félagsmála- og fjölskyldusviðs Vestmanneyjabæjar en hefur gengt ýmsum störfum tengt forvörnum, fjölskyldumálum og félagsþjónustu hjá Reykjanesbæ síðan 2006. Síðustu mánuði hefur Hera starfað sem staðgengill framkvæmdastjóra fjölskyldu- og félagssviðs hjá Reykjanesbæ.