Hér eru kjörstaðir á Suðurnesjum
Kjörstaðir á Suðurnesjum opnuðu í morgun klukkan 9 og eru opnir til klukkan 22 í kvöld. Gott er að muna að kjósendum ber að framvísa gildum persónuskilríkjum á kjörstað. Ef um rafrænt ökuskírteini er að ræða þarf að muna að uppfæra skírteinið.
Kjörstaður í Reykjanesbæ
Kjörstaður í Reykjanesbæ er í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Sunnubraut 36. Hann opnar klukkan 9:00 og lokar klukkan 22:00.
Kjörstaður í Grindavíkurbæ
Kosið er í Grunnskóla Grindavíkur, Ásabraut 2. Kjörstaður opnar kl. 09:00 og lokar kl. 22:00.
Kjörstaðir í Suðurnesjabæ
Kjörfundur fyrir kjósendur skráða í póstnúmerum 250 og 251 Garður er í Gerðaskóla, Garðbraut 90. Kjörfundur fyrir kjósendur skráða í póstnúmerum 245 og 246 Sandgerði er í Sandgerðisskóla, Skólastræti. Kjörstaðir opna kl. 09:00 og loka kl. 22:00.
Kjörstaður í Vogum
Kjörstaður í Sveitarfélagi Voga er í Stóru-Vogaskóla, Tjarnargötu 2. Hann opnar klukkan 9:00 og lokar klukkan 22:00.