Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hér eru kjörstaðir á Suðurnesjum
Laugardagur 25. september 2021 kl. 11:24

Hér eru kjörstaðir á Suðurnesjum

Kjörstaðir á Suðurnesjum opnuðu í morgun klukkan 9 og eru opnir til klukkan 22 í kvöld. Gott er að muna að kjós­end­um ber að fram­vísa gild­um per­sónu­skil­ríkj­um á kjörstað. Ef um rafrænt ökuskírteini er að ræða þarf að muna að uppfæra skírteinið.

Kjörstaður í Reykja­nes­bæ
Kjörstaður í Reykja­nes­bæ er í Fjöl­brauta­skóla Suður­nesja, Sunnubraut 36. Hann opn­ar klukk­an 9:00 og lok­ar klukk­an 22:00.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kjörstaður í Grinda­vík­ur­bæ
Kosið er í Grunn­skóla Grinda­vík­ur, Ása­braut 2. Kjörstaður opn­ar kl. 09:00 og lok­ar kl. 22:00.

Kjörstaðir í Suður­nesja­bæ
Kjör­fund­ur fyr­ir kjós­end­ur skráða í póst­núm­er­um 250 og 251 Garður er í Gerðaskóla, Garðbraut 90. Kjör­fund­ur fyr­ir kjós­end­ur skráða í póst­núm­er­um 245 og 246 Sand­gerði er í Sand­gerðis­skóla, Skólastræti. Kjörstaðir opna kl. 09:00 og loka kl. 22:00.

Kjörstaður í Vogum
Kjörstaður í Sveitarfélagi Voga er í Stóru-Vogaskóla, Tjarnargötu 2. Hann opn­ar klukk­an 9:00 og lok­ar klukk­an 22:00.