Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Heppni að ekkert skuli hafa komið upp á
Fimmtudagur 6. febrúar 2003 kl. 14:10

Heppni að ekkert skuli hafa komið upp á

- segir rekstrarstjóri Samherja hf. í Grindavík

Þetta er auðvitað mjög alvarlegt mál og sannkölluð heppni að ekkert skuli hafa komið upp á vegna þessa, segir Óskar Ævarsson rekstrarstjóri Samherja hf. í Grindavík í tilefni af því að fundist hefur gríðarstór steinn í innsiglingunni til Grindavíkur.Nokkur af stærstu fiskiskipum landsmanna, s.s.Vilhelm Þorsteinsson EA, Baldvin Þorsteinsson EA og Þorsteinn EA, koma reglulega með afla sem landað er hjá fiskimjölsverksmiðju Samherja hf. í Grindavík. Til marks um stærð þessara skipa er Vilhelm Þorsteinsson EA rétt tæplega 16 metrar á breidd og djúpristan er rúmir 9 metrar. Af heimaskipunum er frystitogarinn Hrafn Sveinbjarnarson GK einna fyrirferðarmestur, 11 metrar á breidd og með djúpristu upp á tæpa 7,50 metra. Væntanlega hefur verið stutt í steininn þegar Vilhelmi Þorsteinssyni EA hefur verið siglt inn í höfnina því hann er aðeins um 9 metra utan línunnar sem siglt er eftir um innsiglinguna.
Óskar segir í samtali við Skip.is að hann hafi aldrei heyrt um að skip hafi steytt á steininum en það verði að teljast heppni eða sé til marks um það hve skipstjórar skipanna séu flinkir.
Vilhelm Þorsteinsson EA hefur örugglega komið hingað 50 sinnum með afla og það má því segja að skipstjórarnir séu orðnir heimavanir. Hins vegar er innsiglingin mjög þröng og það er mikilvægt að fylgja merkjunum. Það hafa menn greinilega gert, segir Óskar en hann segir að steininn verði fjarlægður mjög fljótlega.
Eiríkur Dagbjartsson, útgerðarstjóri hjá Þorbirni Fiskanesi hf., sagði að fréttir af steininum í innsiglunni hefðu komið honum og öðrum Grindvíkingum á óvart en hann hefði aldrei heyrt af því að skip hafi strokist við steininn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024