Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Henti sér af fjórhjóli og slasaðist
Þriðjudagur 5. nóvember 2013 kl. 04:37

Henti sér af fjórhjóli og slasaðist

Franskur ferðamaður slasaðist um helgina þegar hann var á ferð á fjórhjóli í skipulagðri fjórhjólaferð í Grindavík. Atvikið átti sér stað í námunum þar og tjáði maðurinn lögreglunni á Suðurnesjum að hann hefði verið að aka niður brekku, en ekki náð að beygja. Hjólið hefði farið út af slóðanum og hann þá hent sér af því og lent illa á hnénu. Hann var færður á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og taldi læknir að hann væri óbrotinn, en að blætt hefði inn á hnéð.

Þá hrasaði erlend kona og lenti illa á hægri handlegg þegar hún var að koma upp úr Bláa lóninu. Hún var flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024