Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Henti kannabis á hlaupunum
Föstudagur 27. apríl 2012 kl. 13:32

Henti kannabis á hlaupunum



Lögreglan á Suðurnesjum hafði í nótt sem leið afskipti af karlmanni á fertugsaldri sem grunaður var um vörslu fíkniefna. Þegar maðurinn varð lögreglumannanna var tók hann á sprett eftir göngustíg, en einn lögreglumannanna hljóp hann uppi og var hann handtekinn og færður á lögreglustöð. Fíkniefnahundurinn Ella var síðan látin fara sömu leið og maðurinn hafði hlaupið. Þar fannst poki með neysluskammti af efni sem talið er vera kannabisefni, sem maðurinn var talinn hafa hent frá sér á hlaupunum. Hann játaði brot sitt og var látinn laus að því loknu.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800 5005 þar sem hægt er að koma gjaldfrjálst á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál undir nafnleynd.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024