Helstu þjóðaröryggisráðgjafar Bush ræddu varnarsamstarfið við Ísland
Bandaríska dagblaðið Washington Post segir í dag að helstu þjóðaröryggisráðgjafar Georges W. Bush Bandaríkjaforseta hafi rætt varnarsamstarfið við Ísland á fundi í síðustu viku til að reyna að komast hjá meiriháttar uppgjöri við Íslendinga vegna þeirrar kröfu Bandaríkjastjórnar að herflugvélar verði fluttar frá Keflavíkurflugvelli. Hafi verið ákveðið að leggja aukna áherslu á viðræður við Íslendinga. Morgunblaðið hefur þetta eftir bandaríska stórblaðinu í dag.„Við erum reiðubúnir til að taka málið upp á æðstu stigum," hefur blaðið eftir ónafngreindum háttsettu bandarískum embættismanni.
Fram kemur í blaðinu að innan bandarísku ríkisstjórnarinnar séu menn ekki sáttir við hvernig haldið hafi verið á málum. Haft er eftir embættismanni innan bandaríska utanríkisráðuneytisins að varnarmálaráðuneytið hafi farið af stað með málið gagnvart íslenskum stjórnvöldum án nægilegs diplómatísks undirbúnings. En aðrir embættismenn sögðu að þetta mál hafi ekki átt að koma íslenskum stjórnvöldum á óvart því Davíð Oddssyni forsætisráðherra hafi verið tilkynnt um það á síðasta ári að Bandaríkjamenn vilji flytja flugvélarnar frá Íslandi.
„Við höfum ekki flutt neitt enn og engar endanlegar ákvarðanir hafa verið teknar," hefur WP eftir háttsettum embættismanni. „Við viljum eiga alvarlegar viðræður við Íslendinga um þetta mál. Þetta verður gegnsær ákvarðanaferill þar sem við munum ráðgast við Íslendinga á öllum stigum málsins."
Morgunblaðið greindi frá.
Myndin: F-15 herþota á flugi yfir Keflavík á dögunum.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Fram kemur í blaðinu að innan bandarísku ríkisstjórnarinnar séu menn ekki sáttir við hvernig haldið hafi verið á málum. Haft er eftir embættismanni innan bandaríska utanríkisráðuneytisins að varnarmálaráðuneytið hafi farið af stað með málið gagnvart íslenskum stjórnvöldum án nægilegs diplómatísks undirbúnings. En aðrir embættismenn sögðu að þetta mál hafi ekki átt að koma íslenskum stjórnvöldum á óvart því Davíð Oddssyni forsætisráðherra hafi verið tilkynnt um það á síðasta ári að Bandaríkjamenn vilji flytja flugvélarnar frá Íslandi.
„Við höfum ekki flutt neitt enn og engar endanlegar ákvarðanir hafa verið teknar," hefur WP eftir háttsettum embættismanni. „Við viljum eiga alvarlegar viðræður við Íslendinga um þetta mál. Þetta verður gegnsær ákvarðanaferill þar sem við munum ráðgast við Íslendinga á öllum stigum málsins."
Morgunblaðið greindi frá.
Myndin: F-15 herþota á flugi yfir Keflavík á dögunum.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson