Helmingur íbúðanna seldar í Pósthússtræti
Helmingur íbúða í nýju 26 íbúða fjölbýlishúsi sem verið er að byggja við Pósthússtræti í Reykjanesbæ hafa verið seldar. Fjölbýlishúsið sem verður upp á sjö hæðir verður tilbúið til afhendingar á næsta ári að sögn Einars Guðbergs hjá Meistarahúsum, byggingaverktaka hússins.
Einar Guðberg segir að verið sé að undirbúa byggingu samskonar fjölbýlishúss við hlið þess sem nú rís við Pósthússtræti. „ Það verða samliggjandi bílageymslur sem skilja fjölbýlishúsin að,“ sagði Einar Guðberg í samtali við Víkurfréttir.