Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Helmingsfjölgun einkahlutafélaga í Reykjanesbæ
Föstudagur 3. desember 2004 kl. 16:50

Helmingsfjölgun einkahlutafélaga í Reykjanesbæ

Samkvæmt samantekt  Sambands íslenskra sveitarfélaga á fjölgun einkahlutafélaga í sveitarfélögum kemur í ljós að 629 einkahlutafélög eru skráð í Reykjanesbæ í október á þessu ári. Þau voru  422 árið 2000 og þýðir það 49% fjölgun, sem er nokkru meiri hlutfallsleg fjölgun en t.d. í höfuðborginni á sama tíma. Þetta kemur fram á heimasíðu Reykjanesbæjar.

Á heimasíðunni er haft eftir Árna Sigfússyni bæjarstjóra að ánægjulegt sé að slíkur fjöldi einkahlutafélaga skuli vera í bænum. Hins vegar byggi skatttekjur bæjarfélagsins á útsvari, en með fjölgun einkahlutafélaga lækkaði útsvarsstofninn nokkuð, sérstaklega með breytingu yfir í einkahlutafélög  frá árinu 2002.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024